A.J. Cook
A.J. Cook (fædd Andrea Joy Cook, 22. júlí 1978) er kanadísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Criminal Minds, Higher Ground og Tru Calling.
A.J. Cook | |
---|---|
![]() A.J. Cook | |
Upplýsingar | |
Fædd | Andrea Joy Cook 22. júlí 1978 |
Ár virk | 1997 - |
Helstu hlutverk | |
Shelby Merrick í Higher Ground Lindsay Walker í Tru Calling Jennifer 'JJ' Jareau í Criminal Minds |
Einkalíf
breytaCook er fædd og uppalin í Oshawa í Ontario í Kanada. Cook byrjaði dansnám fjögra ára gömul þar sem hún læði jazz-,stepp-og ballettdans. Þegar Cook var sextán ára þá ákvað hún að prufa leiklistina í staðinn fyrir dansinn. Cook er meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu sem er stærsta mormónakirkja Bandaríkjanna.[1] Cook giftist Nathan Andersen árið 2001 og saman eiga þau einn son.
Ferill
breytaSjónvarp
breytaFyrsta sjónvarpshlutverk Cooks var í auglýsingu árið 1997 fyrir McDonald's. Kom hún síðan fram í þáttum á borð við Goosebumps og PSI Factor: Chronicles of the Paranormal. Árið 2000 var Cook boðið hlutverk í nýjum unglingaþætti sem kallaðist Higher Ground þar sem hún lék á móti Hayden Christensen. Síðan var henni boðið hlutverk í Tru Calling sem Lindsay Walker sem hún lék frá 2003-2004. Cook hefur síðan 2005 leikið eitt af aðahlutverkunum í Criminal Minds sem Jennifer JJ Jareau. Þann 14. júní, 2010, var tilkynnt að Cook myndi ekki koma fram í seríu 6 af Criminal Minds,[2] en hún myndi koma fram í tveim þættum sem myndu útskýra brotthvarf hennar.[3] Kom hún síðan fram í seinasta þætti Paget Brewster í seríu 6.[4] Tilkynnt var þann 16. apríl 2011 að Cook hafi skrifað undir tveggja ára samning við þáttinn.[5]
Kvikmyndir
breytaFyrsta kvikmyndahlutverk Cooks var í Laserhawk árið 1997. Árið 1999 þá var Cook boðið eitt af aðalhlutverkunum í The Virgin Suicides þar sem hún lék á móti James Woods, Kathleen Turner og Kirsten Dunst. Lék Cook, Mary Lisbon eina af systrunum í myndinni. Síðan þá hefur hún komið fram í kvikmyndum á borð við Out Cold, Final Destination 2 og Mother's Day.
Kvikmyndir og sjónvarp
breytaKvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1997 | Laserhawk | Sæt stelpa nr. 1 | |
1999 | The Virgin Suicides | Mary Lisbon | |
2001 | Ripper | Molly Keller | |
2001 | Out Cold | Jenny | sem A.J. Cook |
2002 | The House Next Door | Lori Peterson | AJ Cook |
2003 | Final Destination 2 | Kimberly Corman | |
2006 | I´m Reed Fish | Theresa | |
2007 | Night Skies | Lilly | |
2008 | Misconceptions | Miranda Bliss | |
2010 | Mother´s Day | Vince Rice | |
2012 | Least Among Saints | Cheryl | Í eftirvinnslu |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1997 | In His Father´s Shoes | Lisa | Sjónvarpsmynd |
1997 | Goosebumps | Kim Carter | Þáttur: Don´t Wake Mummy |
1997 | Elvis Meets Nixon | Hippa stelpa | |
1997-1998 | PSI Factor: Chronicles of the Paranormal | Jill Starling / Lee Mason | |
1999 | Blue Moon | Alison | |
2000 | The Spiral Staircase | Hverfisstúlka | Sjónvarpsmynd |
2000 | Higher Ground | Shelby Merrick | 22 þættir |
2000 | First Wave | Lindsay Tilden | Þáttur: The Flight of Francis Jeffries |
2003 | Dead Like Me | Charlotte | Þáttur: Sunday Mornings |
2003-2004 | Tru Calling | Lindsay Walker | 21 þættir |
2005 | Bloodsuckers | Fiona | Sjónvarpsmynd |
2006 | Vanished | Hope | Sjónvarpsmynd |
2011 | Law & Order: Special Victims Unit | Debbie Shields | Þáttur: Mask sem AJ Cook |
2011 | Bringing Ashley Home | Libba | Sjónvarpsmynd sem A.J. Cook |
2005-til dags | Criminal Minds | Jennifer JJ Jareau | 122 þættir |
Tilvísanir
breyta- ↑ Dargis, Manohla. „A.J. Cook“. Movie2.nytimes.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. febrúar 2012. Sótt 23. apríl 2010.
- ↑ Ausiello, Michael (14. júní 2010). „'Criminal Minds' drops A.J. Cook“. Entertainment Weekly. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. júní 2010. Sótt 7. nóvember 2011.
- ↑ „'Criminal Minds' update: Cook and Brewster returning — but for how long?“. Afrit af upprunalegu geymt þann 17 nóvember 2010. Sótt 7 nóvember 2011.
- ↑ A.J. Cook Returns to ‘Criminal Minds’ for Paget Brewster’s Final Episode
- ↑ Ng, Philiana (16. apríl 2011). „A.J. Cook Returning to CBS' 'Criminal Minds'“. hollywoodreporter.com. Sótt 16. apríl 2011.