Wrocław
Útlit

Wrocław (['vrɔʦwaf], ⓘ; þýska Breslau; tékkneska Vratislav; latína Vratislavia; einnig nefnd Breslá á íslensku, eftir þýska heitinu) er fjórða stærsta borg Póllands og höfuðborg Neðri-Slesíu, íbúar voru um 641.000 árið 2020. Flatarmál borgarinnar er 293 ferkílómetrar. Hún liggur við ána Odru.
Borgin á sér meira en 1000 ára sögu og hefur verið hluti af konungsríkjunum Póllandi, Bæheimi, Ungverjalandi, Austurríki, Prússlandi og Þýskalandi. Í lok seinni heimsstyrjaldar, eftir Potsdamráðstefnuna, tóku Pólverjar við yfirráðum í borginni sem hafði verið hluti af Þýskalandi og Prússlandi síðustu 2 aldir.

Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Wrocław.